Lestur og lesskilningur - eldri

Ólympíuleikarnir - VERKEFNAHEFTI

Verkefnahefti um Ólympíuleikana.
Lestextar, lesskilningsæfingar, ritun, orðarýni, upplýsingaöflun og grúsk.

 

Af hverju ég? Verkefnasafn

HEIMASÍÐA HÖFUNDAR OG VERKEFNASAFN

Fjölbreyttur og skemmtilegur verkefnapakki í tengslum við bókina Af hverju ég? eftir rithöfundinn og grunnskólakennarann Hjalta Halldórsson. 
 
Bókin segir frá Agli, ungum dreng sem elst upp í Borgarnesi. Hann á ekki sjö dagana sæla þar sem hann á það til að lenda í vandræðum, eða veseni eins og hann kallar það sjálfur. Sjálfur vill hann þó meina að árekstrar hans við skólafélaga og fjölskyldumeðlimi séu alls ekki sér að kenna. Þvert á móti sé hann betur gefinn en flestir samferðamenn sínir en þrátt fyrir það lendir hann fyrir sakir óheppni sinnar og ósanngirni annarra í veseni.

 

Allt um bolludag, sprengidag og öskudag

Fróðleiksmolar um bolludag, sprengidag og öskudag með smá skammti af lesskilningsþrautum.

 

 

Allt um prump - Lesskilningur

Áhugaverður fróðleikur um loft í meltingarvegi. :)
Af hverju prumpum við? Hvað er að leysa vind? Hvaðan kemur þetta loft?
 

Allt um rithöfundinn Ævar Þór Benediktsson

Allt sem þú þarft að vita um Ævar Þór 'vísindamann' Benediktsson rithöfund!
Fróðleiksmolar, lesskilningsþrautir og bókarýni.

Allt um lestrarátak Ævars vísindamanns: www.visindamadur.com

Allt um Skaftárelda og Móðuharðindin - Lesskilningur

Fróðleikur um Skaftárlelda og Móðuharðindin.
Hvar eru Lakagígar? Hvernig myndaðist móðan? Hverjar urðu afleiðingarnar?
 

Þorrinn - lesskilningsverkefni.

Átta síðna verkefnahefti um þorra, þorrablót og þorramat.

Verkefnaheftið er byggt upp með stuttum textum og verkefnum sem á eftir koma.

þorrinn, þorrablót, þorramatur, þorrablót, matvinnsluaðferð, bónadagur, þorraþræll, góa, góuþræll, súrsun, söltun, reyking, söltun, þurrkun, kæsing,

Bók um bók

Um aðalpersónur, sögusvið, atburðarás og mat lesanda.

Bók um bók

Inniheldur 4 síður. Stutt bókarýni. Nemandi segir stuttlega frá aðalpersónum, söguþræði og leggur mat sitt á bókina. Hentung stærð er  lítill blöðungur (booklet)  í stærð A5.

Bókarýni

Atburðarás, stutt kynning á aðalpersónum, atburðarás í stuttu máli og stjörnugjöf.

Bókarýni - Skáldsögur

Gagnrýni um skáldsögur. Sögusvið, aðalpersónur, atburðarás og rökstutt eigið mat.

Drakúla greifi - Verkefnapakki

Skemmtilegt heildstætt verkefni byggt á sögunni um greifann frá Transylvaniu, Drakúla.

Hér er að finna fimm verkefni ásamt kennsluhugmyndum og tillögum að ítarefni.
- Upplýsingaleit og lesskilningsæfing
- Stafsetningarþjáflun
- Ritunaræfing
-Talað og hlustað / leikþáttur
- Skriftaræfing

Hentar vel í hringekjuvinnu fyrir nemendur á miðstigi.

 

Lestur, hlustun, lesskilningur, upplýsingaleit, ritun, sköpun, bókmenntir.

Farfuglar - lesskilningsverkefni

Lesskilningsverkefni um farfuglana.

4 síður af fróðleik og verkefnum tengdum lesnum texta.

Farfuglar, farfugl, vorboði, Heiðlóa, lóa, margæs, rauðbrystingur, spói, steindepill, kría, bjartmávur, haftyrðill, æðarkóngur, gráhegri,  helsingi, blesgæs, sanderla, tildra,  vetrargestir, varpfuglar, staðfuglar, fuglarannsóknir, fuglamerkingar.

Flateyjarbréfin - Verkefni

Heildstætt verkefni þar sem unnið er með bókina Flateyjarbréfin eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. Rafglærur um Flatey, vinnubók og verkefnabanki.
MEIRA um höfundinn

Fróðleiksmolar - Fræðibækur

Nemendur grúska í fræðibók að eigin vali og vinna verkefnablaðið. Hentar vel í hringekjuvinnu eða sem verkefni á skólasafni. Tilvalið að láta nemendur halda stutta kynningu á fróðleiksmolanum sínum í lok tímans.

Fróðleiksmolar - Lifandi vísindi

Nemendur velja sér eintak af Lifandi vísindum, grúska í því  og vinna verkefnablaðið. Hentar vel í hringekjuvinnu eða sem verkefni á skólasafni. Tilvalið að láta nemendur halda stutta kynningu á fróðleiksmolanum sínum í lok tímans.

Grasafjallaferðin - Lesskilningsverkefni

Verkefni með útilegumannasögunni Grasafjallaferðin. Texta er m.a. að finna í bókinni Trunt, trunt og tröllin sem Námsgagnastofnun gaf út árið 2009. 2 bls.

Heimshornaflakkarar

Nemendur velja sér land og fara á upplýsingaflakk.