Stafsetning - Týndur stafur í orði

Fjörutíu og fimm spjöld þar sem finna þarf réttan staf til að orðið verði rétt skrifað.
Fjörutíu og fimm spjöld þar se finna þarf réttan staf til að orðið verði rétt skrifað.
Spjöldin eru á fimm A4 blöðum sem þarf að klippa niður.
Gott er að plasta blöðin fyrst og klippa síðan.
Nemandi dregur spjald og skrifar með tússi réttan staf á strikið.
Fyrir ofan orðið eru allir sérhljóðar en það vantar einn slíkan til að skrifa orðið.
Nemendum hefur þótt tilbreyting að vinna verkefni á þennan hátt sérstaklega þegar verkefnið er kynnt sem þraut.
Auðvelt er að útvíkka verkefnið og láta nemendur síðan skrifa orðin í bók eða á blað.
Erfiðari útfærsla gæti verið að láta nemendur skrifa málsgrein sem inniheldur orðið.