Miðstig / 5. - 7. bekkur

Fyrimyndarmálsgreinar um kvikmynd

Krefjandi verkefni sem þjálfar í senn stafsetningu, málfræði og ritun. Nemendur eiga að skrifa 10 fyrirmyndarmálsgreinar, bæði stuttar og langar um kvikmynd sem þeir þekkja eða langar að sjá. Þeir fylgja svo nákvæmum fyrirmælum og eiga að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að koma fyrir ákveðnum greinarmerkjum og samtenginum,  eða nota orð sem falla undir ákveðnar stafsetningarreglur. Í lokin nýtir nemandi sér gátlista til að fara yfir verkefnið.

Fyrirmyndarmálsgreinar um sælgæti.

Krefjandi verkefni sem þjálfar í senn stafsetningu, málfræði og ritun. Nemendur eiga að skrifa 10 fyrirmyndarmálsgreinar, bæði stuttar og langar um kvikmynd sem þeir þekkja eða langar að sjá. Þeir fylgja svo nákvæmum fyrirmælum og eiga að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að koma fyrir ákveðnum greinarmerkjum og samtenginum,  eða nota orð sem falla undir ákveðnar stafsetningarreglur. Í lokin nýtir nemandi sér gátlista til að fara yfir verkefnið.

Fyrirmyndarmálsgreinar um tölvur

Krefjandi verkefni sem þjálfar í senn stafsetningu, málfræði og ritun. Nemendur eiga að skrifa 10 fyrirmyndarmálsgreinar, bæði stuttar og langar um tölvur. Þeir fylgja svo nákvæmum fyrirmælum og eiga að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að koma fyrir ákveðnum samtenginum eða strika undir orð sem falla undir ákveðnar stafsetningarreglur. Í lokin nýtir nemandi sér gátlista til að fara yfir verkefnið.

John Lennon - Greinarmerkjaæfing

Einföld en krefjandi greinarmerkjaæfing. Nemandi les fræðandi textabrot um John Lennon og Bítlana. Greinarmerki vantar og á nemandi að setja þau á rétta staði. Greinarmerkin sem vantar eru gefin upp, í réttri röð, fyrir neðan textabrotin.
2 blöð A4   - Lausnir fylgja.

5B - Manneskja kemst lífs af úr flugslysi

Fréttamaður tekur viðtal við manneskju sem komist hefur lífs af úr flugslysi. Notar fréttamannaspurningarnar 5.

5B - Starfsmannaviðtal

Starfsmannastjóri tekur atvinnuviðtal við umsækjanda.  Verkefni ætlað tveimur nemendum.

5B - Viðtal við forsætisráðherra

Forsætisráðherra hefur ákveðið að bjóða öllum ellilífeyrisþegum landsins í sólarlandaferð. Fréttamaður vill fá að vita meira og tekur viðtal.

5B - Vitni að bankaráni

Einhver varð vitni að bankaráni. Fréttamaður tekur viðtal við vitnið og spyr fréttamannaspurninganna 5.

Örsögur

 Örsögur eru skemmtilegt ritunarform. Hér eru sjö tegundir af örsögugrunnum; Drekar, draugar, útivist og íþróttir, goðverur, skrímsli og vampírur og skátalíf. Eitthvað við allra hæfi. :)

Ólympíuleikarnir - VERKEFNAHEFTI

Verkefnahefti um Ólympíuleikana.
Lestextar, lesskilningsæfingar, ritun, orðarýni, upplýsingaöflun og grúsk.

 

Ég er kominn heim - Um lagið

Unnið með textann: Ég er kominn heim 
Fróðleikur á rafglærum, textarýni, lesskilningur, ritun og tjáning.

Af hverju ég? Verkefnasafn

HEIMASÍÐA HÖFUNDAR OG VERKEFNASAFN

Fjölbreyttur og skemmtilegur verkefnapakki í tengslum við bókina Af hverju ég? eftir rithöfundinn og grunnskólakennarann Hjalta Halldórsson. 
 
Bókin segir frá Agli, ungum dreng sem elst upp í Borgarnesi. Hann á ekki sjö dagana sæla þar sem hann á það til að lenda í vandræðum, eða veseni eins og hann kallar það sjálfur. Sjálfur vill hann þó meina að árekstrar hans við skólafélaga og fjölskyldumeðlimi séu alls ekki sér að kenna. Þvert á móti sé hann betur gefinn en flestir samferðamenn sínir en þrátt fyrir það lendir hann fyrir sakir óheppni sinnar og ósanngirni annarra í veseni.

 

Álfar og huldufólk

Ritunarverkefni sem hentar vel þegar unnið er með þjóðsögur. Nemandi hefur val um þrjú verkefni; endursögn, frásögn eða umfjöllun á fræðilegum nótum. Matskvarði fylgir verkefninu.

Allt um málsgreinar - Yfirlit

Allt um fyrirmyndarmálsgreinar; stuttar og langar auk ábendinga um hvernig heppilegt er að raða þeim saman.
Allt á einu blaði.

Allt um prump - Lesskilningur

Áhugaverður fróðleikur um loft í meltingarvegi. :)
Af hverju prumpum við? Hvað er að leysa vind? Hvaðan kemur þetta loft?