Ritun - eldri

Örsögur

 Örsögur eru skemmtilegt ritunarform. Hér eru sjö tegundir af örsögugrunnum; Drekar, draugar, útivist og íþróttir, goðverur, skrímsli og vampírur og skátalíf. Eitthvað við allra hæfi. :)

Álfar og huldufólk

Ritunarverkefni sem hentar vel þegar unnið er með þjóðsögur. Nemandi hefur val um þrjú verkefni; endursögn, frásögn eða umfjöllun á fræðilegum nótum. Matskvarði fylgir verkefninu.

Form fyrir myndasögugerð

A4 form (6 rammar)  fyrir myndasögur. Titilblað og annað án titils.

Fyrirmyndarmálsgreinar - Áhugamál

Krefjandi verkefni sem þjálfar í senn stafsetningu, málfræði og ritun. Nemendur eiga að skrifa 10 fyrirmyndarmálsgreinar, bæði stuttar og langar um áhugamál sem þeir þekkja, hafa heyrt af eða langar að kynnast. Þeir fylgja svo nákvæmum fyrirmælum og eiga að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að koma fyrir ákveðnum greinarmerkjum og samtenginum,  eða nota orð sem falla undir ákveðnar stafsetningarreglur. Í lokin nýtir nemandi sér gátlista til að fara yfir verkefnið

Napóleon Bónaparte

Af spjöldum mannkynssögunnar.
Fróðleikur, lesskilningur, orðarýni, ritun, endursögn og málfræði.
Texti um Napóleon Bónaparte Frakklandskeisara ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.
Unnið með sagnorð.

 

Hægt að nálgast textann með stærra letri.

Samantekt á sumarfríi

Skemmtilega einfalt ritunarverkefni. Nemendur teikna mynd er tengist sumarfríi þeirra og skrifa stutt minningarbrot í skýin.

Teningaritun

Allt sem þarf í þessa ritunarkveikju er teningur og ímyndunarafl.
Söguna má svo spinna í tölvu, á blað eða munnlega. 
Skemmtilegt og einfalt verkefni sem vekur ávallt lukku og kveikir á ímyndunaraflinu!