Þemaverkefni

Ég er kominn heim - Um lagið

Unnið með textann: Ég er kominn heim 
Fróðleikur á rafglærum, textarýni, lesskilningur, ritun og tjáning.

Fiskar

Nemendur eiga að skrifa stutta ritgerð um fisktegund sem lifir í sjónum við Ísland.
Nemandi leitar upplýsinga, fyllir inn hugarkort, kynnir framgang verkefnis fyrir bekkjarfélögum og skrifar svo stutta ritgerð.
Í þessu heildstæða verkefni er tilvalið að nýta sér vefinn Fjaran og hafið http://www1.mms.is/hafid/index.php
 
Sjá einnig: Fuglar á Íslandi 
                    Spendýr 

Fuglar á Íslandi

Í þessu heildstæða verkefni er tilvalið að nýta sér Fuglavefinn á www.nams.is
Nemendur eiga að skrifa stutta greinargerð um fugla. Verkefninu fylgja nákvæmar leiðbeiningar fyrir nemendur um hvernig best er að bera sig að við slíka ritun, hugarkort, lesskilningsverkefni er tengist Fuglavefnum og Talað og hlustað verkefni. Námsmatkvarði fylgir.
 
Sjá líka: Spendýr
             Fiskar við Ísland

 

Heimshornaflakkarar

Nemendur velja sér land og fara á upplýsingaflakk.

Jóhanna af Örk

Stutt verkefnahefti um Jóhönnu af Örk, mærina frá Orleans.

Lestexti, spurningar, orðarýni, ritun og grúsk. Áhersla á sagnorð.

John Lennon - Heildstætt verkefni Imagine og Friðarsúlan í Viðey

Heildstætt verkefni ásamt rafglærum. (PPT). Viðfangsefnið er tónlistarmaðurinn John Lennon; Bítlarnir, sólóferill og tilkoma útilistaverksins Friðarsúlunnar í Viðey. Verkefnin þjálfa lesskilning, upplýsingaleit, stafsetningu, greinarmerkjasetningu, fyrirmyndarmálsgreinar auk þess sem nemendur geta spreytt sig á að þýða textann við lagið Imagine yfir á íslensku. Rafglærur og lausnir fylgja.

JUSTIN BIEBER - Allt sem þú þarft að vita um kappann og meira til

Justin Bieber heldur tónleika á Íslandi í byrjun september 2016. Hann er ungur að árum en hefur þó verið lengi í bransanum og náð ótrúlegum árangri. En það er óhætt að segja að skiptar skoðanir séu um kappann.

Hér er á ferðinni heildstætt verkefni með áherslu á lestur og skilning, framsögn og tjáningu, skoðanaskipti, ritun og sköpun.
Nemendur lesa sér til um Bieber, grúska á netinu í leit að ítarupplýsingum, lesa milli lína, tjá skoðanir sínar og hlusta á tónlist svo eitthvað sé nefnt.

Góða skemmtun!

Kvikmyndarýni - Astrópía

Lestur, lesskilningur, myndlæsi, málfræði, orðaforði, ritun og framsögn / tjáning.
Unnið með kvikmyndina Astrópía.

Kvikmyndarýni - Star Wars

Star Wars æði hefur gripið um sig að nýju. Það er því tilvalið að skoða aðeins sögu þessarar gríðarvinsælu kvikmyndaseríu. Heildstætt verkefni með fróðleik um myndirnar og handritshöfundinn í bland við smá lesskilning, málfræðigrúsk og ritun.

Nelson Mandela

Af spjöldum mannkynssögunnar.
Fróðleikur, lesskilningur, orðarýni, endursögn og málfræði.
Texti um Nelson Mandela ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.
Unnið með lýsingarorð.

 

Hægt að nálgast textann með stærra letri.

Skóhönnunarkeppni Fótataks

Fyrirtækið Fótatak leitar eftir nýjum hugmyndum að nýjum vörum. Nemendur eru settir í hlutverk skóhönnuða og eiga að hanna og þróa nýja skólínu. Fjögur verkefnablöð og kennsluáætlun með tenglum í ítarefni. Farið í hugtökin efni, eiginleikar, markhópur, hönnun, slagorð og auglýsingar. 
Hentar vel nemendum á miðstigi.

Spendýr

Í þessu heildstæða verkefni er tilvalið að nýta sér vefina um villt spendýr á Íslandi og íslensku landspendýrin á www.nams.is. 
Nemendur eiga að skrifa stutta greinargerð um spendýr. Smellið á hnappinn fyrir nánari útskýringar.
 
Sjá einnig: Fuglar á Íslandi
                  Fiskar við Ísland