Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
Útgefandi: JPV/Forlagið
Hér er á ferðinni snjallt verkefni sem samþættir bókmenntir, lestur/lesskilning, hlustun, ritun og tjáningu um leið og nemendur læra að setja saman stutta kjörbókarritgerð í 5 einföldum skrefum.
1. skref: Kveikja. Hlusta á upplestur á fyrstu síðum bókarinnar: https://blokkinaheimsenda.net/verkefni-og-itarefni/
2. skref: Kynna bókina og gera lestraráætlun fyrir nemendur. / Lesa bókina fyrir bekkinn. / Sitt lítið af hvoru.
3. skref: Vinna verkefnablöðin samhliða lestri.
4. skref: Nýta umræðupunktana og stýra bekkjarumræðum um söguna.
5. skref: Fara yfir leiðbeiningar um kjörbókarritgerð með nemendum og hvetja þá til að hefjast handa.
Nemendur lesa eða hlusta á verðlaunabókina Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Samhliða lestri/hlustun vinna nemendur fjögur einföld verkefnablöð. Öll verkefnablöðin má nota sjálfstætt, en í þeim býr meira en er augljóst við fyrstu sýn. Ef nemendur fylla út vinnublöðin sem eru númeruð frá eitt til fjögur hafa þeir, án þess að átta sig á því, unnið megnið af vinnunni fyrir kjörbókarritgerð.
Nemandi sem hefur þessi fjögur blöð til hliðsjónar, auk leiðbeininganna um kjörbókarritgerð, getur skrifað heildstæða ritgerð sem bæði dregur fram efnisatriði bókarinnar og skoðanir nemandans á henni.
Á vef bókarinnar https://blokkinaheimsenda.net/ er að finna fleiri skemmtileg verkefni og upplýsingar um höfunda.
Í pakkanum er að finna kennsluleiðbeiningar, umræðupunkta, verkefnablöð og leiðbeiningar fyrir nemendur um gerð kjörbókarritgerðar.
Hugtök: Sögusvið, innri tími , ytri tími, aðal- og aukapersónur, söguþráður / atburðarás, gagnrýni, útdráttur.
Skemmtilegt heildstætt verkefni byggt á sögunni um greifann frá Transylvaniu, Drakúla.
Hér er að finna fimm verkefni ásamt kennsluhugmyndum og tillögum að ítarefni.
- Upplýsingaleit og lesskilningsæfing
- Stafsetningarþjáflun
- Ritunaræfing
-Talað og hlustað / leikþáttur
- Skriftaræfing
Hentar vel í hringekjuvinnu fyrir nemendur á miðstigi.
Lestur, hlustun, lesskilningur, upplýsingaleit, ritun, sköpun, bókmenntir.
Könnun á skilningi eftir lestur seinni hluta bókarinnar .
Heildstætt verkefni þar sem unnið er með bókina Flateyjarbréfin eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. Rafglærur um Flatey, vinnubók og verkefnabanki.
MEIRA um höfundinn
Nemendur geta valið milli þriggja verkefna. Myndasaga, stuttmynd og dagbókarskrif.
Ítarleg verklýsing, markmið og námsmatskvarði fylgir öllum verkefnum.
Nemendur velja sér ritunarverkefni þar sem þeir nýta þekkingu sína á sögunni.
Námsmatskvarði fylgir.
Efnisspurningar, umræðupunkta, ritunarverkefni, krossgátu og margt fleira er að finna í þessum veglega verkefnapakka við bókina Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins.
Um bókina:
Á rústum staðar sem eitt sinn hét Norður-Ameríka er ríkið Panem; höfuðborgin Kapítól umkringd tólf umdæmum sem hvert hefur sín sérkenni. Á hverju ári skipa yfirvöld í Kapítól umdæmunum að senda einn strák og eina stelpu að keppa á Hungurleikunum. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu um allt land og reglurnar eru einfaldar – sá sigrar sem heldur lífi.
Katniss Everdeen er sextán ára og vekur athygli um allt Panem þegar hún býðst til að taka þátt í Hungurleikunum í stað systur sinnar. Með henni úr Tólfta umdæmi fer bakarasonurinn Peeta. Sjálf á Katniss ekki von á öðru en að hún gangi í opinn dauðann, en sjálfsbjargarviðleitni hennar er meiri en flestra annarra og Peeta leikur leikinn á alveg nýjan máta.
Hungurleikarnir er fyrsta bók í þríleik eftir Suzanne Collins. Bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda undangengin ár, vermt efstu sæti metsölulista og hlotið bestu meðmæli ritdómara.
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
Útgefandi: JPV/Forlagið
Efnisspurningar úr 13. - 18. kafla í Kjalnesinga sögu.
Efnisspurningar úr köflum 1 - 6 í Kjalnesinga sögu.
Efnisspurningar úr köflum 7 - 12 í Kjalnesinga sögu.
Verkefni tengt Laxdæla sögu, markmið, námsmat og leiðbeiningar.
Nemendur setja sig í spor sögupersóna og nýta þekkingu sína á Laxdælu við bréfaskrif.
UM OKKUR
ÁSKRIFT
SKILMÁLAR
BÓKHLAÐAN
LESTRARBÆKUR - VEGVÍSIR
FRÍTT EFNI