Yngsta stig / 1. - 4. bekkur

Að finna fyrirmyndarmálsgrein - VERKEFNI 1

Tíu línur þar sem nemendur eiga að finna fyrirmyndarmálsgreinar.  Yfirstrikunartúss hentar hér mjög vel.

Ástarsaga úr fjöllunum - lesskilningur 1

Lesskilningsverkefni úr tröllasögunni Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og Brian Pilkington.

Geimveran mín og plánetan

Skemmtilegt ritunarverkefni þar sem nemandi skapar sína eigin geimveru og segir frá degi í lífi hennar. Verkefnið tengist einnig markmiðum Aðalnámskrár í náttúrufræði þar sem sögusvið frásagnarinnar er pláneta í sólkerfinu okkar.

Gilitrutt orðarugl.

Orðarugl með orðaforða úr þjóðsögunni um Gilitrutt.

100 algengustu orðin - Lítil spjöld

100 algengustu orð í íslensku á einum stað. 
Lítil spjöld sem tilvalið er að klippa niður og nýta með nemendum.

100 algengustu orðin - Stór spjöld

100 algengustu orð í íslenskri tungu.
Stór spjöld (A5)

100 algengustu orðin á rafglærum - Kórlestur

100 algengustu orðin rúlla á skjá.(rafglærur)
Nemendur reyna að vera fljótir að lesa og hafa gaman af. Tilvalið að vinna með bekknum í heild og nota kórlestur.

4B Kardemommubærinn - Í húsi ræningjanna

Söngur ræningjanna úr Kardemommubænum e. Thorbjörn Egner. Fjögur verkefni auk kennsluáætlunar. 

Ólympíuleikar - VERKEFNAHEFTI - Yngri

Fróðleikur og verkefni um Ólympíuleikana. 
Lestextar, lesskilningur, þrautir, orðaleikir.

Ég bý til málsgrein!

Nemandi velur sérhljóða úr skýi og skrifar málsgrein sem byrjar á bókstafnum sem hann velur.