Yngsta stig / 1. - 4. bekkur

Hvað varð af steininum?

Verkefni eftir lestur bókarinnar Tár úr steini e. Sveinbjörn I Baldvinsson.

Hver er forsetinn? Léttur lesskilningur um forseta Íslands

Nemendur lesa sér til um alla forseta Íslands frá upphafi og leysa þrautir.

 

Forsetar Íslands

Hvernig byrjar saga? Góð ráð og kveikjur

Hvernig á ég að byrja söguna?
Spjöld til að kveikja hugmyndir og þjálfa nemendur í að byrja sögur á mismunandi hátt.
8 spjöld til kennslu, upprifjunar og stuðnings við sögugerð.
Amboð fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Hvernig viðrar? Veðurtákn

Veðurtákn  fyrir algengustu veðrabrigði á Íslandi.

21 spjald í hentugri stærð fyrir veðurathuganir og -merkingar.
Tilvalið að plasta og taka veðrið daglega með nemendum.

 

Veðrið  veðurtákn veðurspá

Ingólfur Arnarson Landnámsmaður

Heildstætt verkefni um fyrsta landnámsmann Íslands.
Verkefnin geta öll staðið ein og sér en eru einnig heppileg í hringekjuvinnu.
Verkefnasafnið samanstendur af:
* þriggja blaðsíðna lesskilningsverkefni
* léttri skriftaræfingu
* talað og hlustað þar sem nemandinn setur sig í spor landnámsmannsins
* verkefni þar sem nemandi skráir hjá sér aðalatriðin um Ingólf
 
 

Kýr - lesskilningur

Lesskilningsæfing fyrir byrjendur í lestri.

Fjölbreytt verkefni á tveimur síðum.

Orðaforði: kýr, naut, boli, tuddi, tarfur, belja, kvíga, kálfur, mjólka, fjós, hey, mjólkurvörur

 

Kettir - lesskilningur

Lesskilningsverkefni fyrir byrjendur í lestri.

Fjölbreytt verkefni á tveimur síðum.

Orðaforði:

húsdýr, gæludýr, spendýr, kettlingur, gjóta, læða, fress, högni, mjálma, mala, hvæsa,  klær, loppa, veiðihár.

Kindur - lesskilningur

Lesskilningsæfing fyrir byrjendur í lestri.

Fjölbreytt verkefni á tveimur síðum.

Orðaforði: kind, rolla, ær, sauðfé, hrútur, gimbur, lambhrútur, sauðburður, réttir, ull, að jarma.

Kisusaga 1

Nemendur skrifa orð úr skýi á réttan stað.
Æfa síðan að lesa upphátt fyrir bekkjarfélaga.

Kisusaga - andheiti

Saga þar sem andheiti koma skýrt fram.
Nemendur skrifa orð úr skýi á réttan stað.
Æfa upplestur og flytja fyrir hóp/bekkjarfélaga.

Krækiber og kóngulær - Verkefnabók

 VERKEFNABÓK er fylgir lestrarbókinni Góður dagur - Krækiber og kóngulær.
Fjölbreyttar lesskilnings-, málfræði- og ritunaræfingar.

20 bls.

Hægt er að kaupa lestrarbókina Veiðiferðin  í BÓKSÖLU 123skoli.is

Bókaflokkurinn GÓÐUR DAGUR hentar vel ​fyrir lengra komna lestrarlærlinga.
Hér segir frá kátum strákum og stelpum sem upplifa ljúfa daga við leik og störf.

 Lestu brot úr lesbókinni.

Hægt er að panta lestrarbækurnar með því að nálgast PÖNTUNARLISTA - fylla inn pöntun og senda  á 123skoli@123skoli.is

AÐRAR BÆKUR Í BÓKAFLOKKNUM
Veiðiferðin

Sprett úr spori

Kvikmyndarýni - Ávaxtakarfan

Lesskilningur, orðaleikir, ritun, þrautir.

 

Lýsingarorð

Gefin eru upp nokkur lýsingarorð í öllum kynjum.
Verkefnið sem er einstaklingsverkefni snýst um að skrifa málsgreinar þar sem lýsingarorðin koma fyrir, æfa upplestur og flytja.

Lýstu trölli - LÝSINGARORÐ

Nemendur velja sér lýsingarorð sem eiga við um tröll. Nemendur skria svo málsgreinar með lýsingarorðunum í og lesa þær upp fyrir samnemendur sína.

Leikþáttur - Í hesthúsi

Stuttur leikþáttur (samtal) sem námsfélagar æfa saman og flytja fyrir hóp/bekkinn sinn.