Lestrarhvatning

Lestur - hvatakerfi fyrir lengra komna

Einfalt hvatakerfi sem nemandi stýrir sjálfur. Markmiðið er að ná 100 lestrarmínútum á einni viku. Nemandinn velur sjálfur hversu lengi hann les á degi hverjum en þó með það í huga að ná lokamarkmiðinu.
 

Punktar fyrir bókakynningu

Framsögn og tjáning. Kynning á bók.
 Minnispunktar og undirbúningur fyrir munnlega kynningu á bók.

Skráningarhefti f. heimalestur

Skráningarhefti fyrir heimalestur á haustönn. Gildir í 18 vikur.
Lesið alla virka daga. Nemandi metur lestrarstundina.

Tvö skjöl: 
PDF A4 - tilvalið til að láta ljósritunarvél gera Booklet og brjóta.

PDF A5 

Sumarlestur - Lestrarbingó

 Stórskemmtileg lestraráskorun fyrir lesara á öllum aldri. Lestrarbingóspjald, umbunarmiðar og ítarlegar leiðbeiningar.

Sumarlestur - Lestrarbingó fyrir lengra komna

Krefjandi sumarlestrarátak fyrir þá sem hafa náð góðri lestrarleikni. Tilvalið að afhenda nemendum sínum að vori og skora á þá að ná sem flestum reitum fyrir haustið.

Vetrarlestrarbingó

Hressandi vetrarlestrarbingó fyrir lesara á öllum aldri.
Bingóspjald, umbunarmiðar og ítarlegar leiðbeiningar.