Talað og hlustað - yngri

Verkefni við bækurnar um Óla og ömmu eftir Björk Bjarkadóttur

Nemandi á að teikna mynd af ömmu sinni og segja frá henni. Verkefnið hentar vel eftir lestur bóka um Óla og ömmuna hans.
Bækurnar eru Leyndarmálið hennar ömmu og Amma og þjófurinn á safninu eftir Björk Bjarkadóttur.

Viðtal við úlfinn úr ævintýrinu um Rauðhettu

Úlfurinn er pakksaddur, nýbúinn að gæða sér á ömmu gömlu og Rauðhettu. Féttamaður tekur hann tali. :)

Viðtal við bekkjarfélaga

Einfalt en vinsælt verkefni sem slær alltaf í gegn. Námsfélagar taka viðtal hvor við annan og kynna viðmælanda sinn fyrir bekknum. Hentar vel í upphafi skólaárs. Hægt er að nota þetta verkefni nokkrum sinnum með nýjum námsfélögum.

Viðtal við námsfélaga - spurnarfornöfn

Tveir vinna saman taka viðtal við hvorn annan.  Að því loknu skiptast nemendur á að kynna námsfélaga sinn.
Áhersla á spurnarfornöfn.