Viðurkenningar, mat og hrós

3 stjörnur og ósk - Frammistöðumat

Þrjár stjörnur og ósk.
Hrósað fyrir þrennt og ósk um að bæta eða gera betur næst.

Gullmiðar

Hrósmiðar sem gott er að grípa til að minnsta tilefni. 
eða 
Gullmiði til samnemenda.
Nemendur fylgjast með góðri hegðun og framkomu samnemenda sinna og skrá það sem þeir verða vitni að á gullmiða.  Miðinn er settur í box, merktur með nafni þess sem skrifar miðann.
Kennari les svo gullmiðana, en aðeins þá sem eru merktir. Sá sem fær gullmiðann fær að eiga hann.

Skólahrós - þrjár stjörnur og ósk

Nemendur punkta niður þrjú atriði sem þeim líkar við skólann sinn (stjörnur) og svo eitthvað sem mætti bæta eða breyta að þeirra mati. (ósk)