Málfræði og stafsetning

Fyrirmyndarmálsgreinar með nafnorðum og sagnorðum.

Nemendur skrifa sjö fyrirmyndarmálsgreinar og nýta sér nafnorð og sagnorð úr textaformunum.

Fyrirmyndarmálsgreinar og nafnorð

Nemendur nýta þekkingu sína á nafnorðum; kyni, tölu, sérnöfnum og samnöfnum, og skrifa langar og stuttar fyrirmyndarmálsgreinar.

Fyrirmyndarmálsgreinar um gæludýr

Krefjandi verkefni sem þjálfar í senn stafsetningu, málfræði og ritun. Nemendur eiga að skrifa 10 fyrirmyndarmálsgreinar, bæði stuttar og langar um gæludýr. Þeir fylgja svo nákvæmum fyrirmælum og eiga að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að koma fyrir ákveðnum greinarmerkjum og samtenginum,  setja inn persónufornöfn og orð sem falla undir stafsetningarreglur um y, ý og ey. Í lokin nýtir nemandi sér gátlista til að fara yfir verkefnið.

Greinarmerkjaæfing - Pink

 Tvö verkefnablöð með lausnum. Texti um söngkonuna Pink.

Greinarmerkjaæfing - Punktur

Nemendur lesa fróðleik um Charles Darwin. Í textann vantar 8 punkta sem nemendur þurfa að setja á réttan stað. Í lokin þarf að svara tveimur efnisspurningum.  Lausnir fylgja.

Hreyfigátuleikur - Nafnorð

Fjörugur hreyfigátuleikur fyrir 2 - 8 þátttakendur sem reynir á þekkingu leikmanna á nafnorðum; sérnöfnum samnöfnum, kyni og tölu. Leiðbeiningar fylgja.

Jóhanna af Örk

Stutt verkefnahefti um Jóhönnu af Örk, mærina frá Orleans.

Lestexti, spurningar, orðarýni, ritun og grúsk. Áhersla á sagnorð.

Lífleg lýsingarorðasaga fyrir 5. bekk

 Lýsingarorðasaga. Nemendur velja sér lýsingarorð og skrifa á miða.  Kennari velur miða af handahófi og setur inn í eyður í sögunni. Einnig er nöfnum nemenda og kennarans bætt inn í á völdum stöðum. Sagan er svo lesin fyrir bekkinn. Skjalið er Word skjal sem auðvelt er að breyta og aðlaga.  5 bls.

Lýsingarorðaleikur

Rafglærur - leikur með lýsingarorð.

Ng og nk reglan

Tilvalin innlögn.

Orð dagsins

Orð dagsins er tveggja síðna stafsetningarverkefni.

Orð dagsins er valið og margvísleg verkefni unnin út frá því.